Útivist auglýsir nú eftir starfsfólki í Básum fyrir sumarið 2024 og okkur langar að leita fyrst til félgsmanna. Ef það er einhver í kringum ykkur sem að þið haldið að gæti haft áhuga á að vinna á fallegasta stað landsins og passað vel við teymið okkar að þá megið þið endilega biðja viðkomandi um að senda inn umsókn á mummi@utivist.is
Um er að ræða þrjár mismunandi stöður:
Staða 1 – Aðstoðar-staðarhaldari (Starfstímabil frá 15. Maí – 30. Sept)
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Mannaforráð, vaktstjórn
- Móttaka og upplýsingagjöf
- Þrif á skálum og tjaldsvæði
- Vörusala
- Önnur tilfallandi störf
- Viðkomandi þarf að geta stokkið í flestar stöður
Hæfniskröfur:
- Jákvætt viðhorf og hlý nærvera
- Reynsla af mannaforráðum kostur
- Reynsla af þjónustustörfum kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góðir samstarfshæfileikar
- Agi og skipulag
- Iðnmenntun er kostur
- Þekking á Básasvæði kostur
- Reglusemi
Staða 2 – Kokkur / Matráður (Starfstímabil 15. maí – 15. sept)
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með eldhúsi
- Matseld
- Annast innkaup
- Umsjón með þrifum
- Mannaforráð
- Taka virkan þátt í þróun og matarsköpun
Hæfniskröfur:
- Góð færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður fyrir starfi
- Lausnarmiðun
- Ástríða fyrir matargerð
- Reynsla í eldhúsi
- Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku æskileg
Staða 3 – Skála- og landvarsla (Starfstímabil annars vegar: 1. júní – 31. ágúst og hins vegar 15. júní – 15. ágúst)
Helstu verkefni:
- Móttaka og upplýsingagjöf
- Þrif á skálum og tjaldsvæði
- Vörusala
- Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur:
- Hlýlegt viðmót
- Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
- Góð ensku kunnátta
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður fyrir starfi
- Þekking á Bása svæðinu er kostur
- Reynsla af útivist og náttúru, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir
- Reynsla af þjónustustörfum kostur