Strax eftir áramót fara af stað þrír áhugaverðir gönguhópar hjá Útivist. Búið er að opna fyrir skráningu í hópana.
Við vekjum athygli á að nokkur stéttafélög bjóða upp á ferðaávísun sem hægt er að nýta við bókun í gönguhópana.
Fjallabrall er nýr hópur sem fór af stað síðastliðið haust og er ætlaður fólki sem hefur einhverja reynslu á fjallgöngum sem og þeim sem eru lengra komnir. Gráðun ferðanna er 1-2 skór en í flestum ferðum er einhver gönguhækkun þó að hámarki 500 metrar.
Fjallfarar er hópur sem gengur saman eina dagsgöngu og eina kvöldgöngu í mánuði. Hópurinn er fyrir fólk sem hefur reynslu af gönguferðum og vill ganga dagleiðir sem eru í meðallagi langar og með nokkurri hækkun.
Everesthópurinn fer núna aftur af stað með nýju sniði í ársbyrjun 2023. Farið verður á þrjá jökla á tímabilinu. Áður en farið er í jöklaferðirnar verða undirbúningsgöngur á áhugaverð fjöll í nágrenni Reykjavíkur
Í haust fer svo í gang nýr hópur sem ber nafnið Fjallasystur. Hópurinn er fyrir konur og kynsegin fólk sem vill stunda útivist í öruggu umhverfi. Sá hópur er ekki hugsaður sem afrekshópur, heldur vettvangur til að njóta náttúru og samvista við aðra, læra að treysta sjálfri sér, rækta innsæið og þjálfa einlægni og berskjöldun.