Vinnuferð í Bása

24. apríl 2023

Við blásum til vinnuferðar í Bása helgina 5.-7. maí. Margir telja Bása einn fallegasta stað landsins og það er gefandi vinna að gera þessa paradís enn betri. Þegar margar hendur leggjast á eitt við að bæta, byggja, snyrta og laga verður útkoman þannig að allir Útivistarfélagar fyllast stolti.

Verkefnin eru mörg og margbreytileg og því skorum við á alla sem kost eiga á að skrá sig og leggja sitt af mörkum. Á laugardagskvöldið verður svo að sjálfsögðu sönn Básagleði og ekki ólíklegt að gripið verði í gítar og söng.

Farið er af stað síðdegis föstudagskvöld og til baka á sunnudag. Að venju verður matur og ferðakostnaður á reikning félagsins.

Áhugasamir sendi póst sem fyrst á skuli@utivist.is