Útivist hefur tekið tjaldsvæðið í Þvergili aftur í notkun og er það einkum ætlað fyrir hópa sem vilja vera útaf fyrir sig. Hægt er að bóka svæðið bæði fyrir tjaldhópa eða dagsferðahópa og er greitt fast gjald fyrir svæðið. Verð fyrir tjaldhópa (sólarhringsbókun) er 50.000 kr. en dagsferðahópar geta bókað svæðið fyrir 30.000 kr. og er það þá frátekið í 4 klst. Salernisaðstaða er á staðnum.
Um árabil var svæðið óaðgengilegt þar sem Krossá lá upp að svæðinu, en þar sem áin hefur núna fært sig frá er aftur hægt að nýta svæðið.
Til að bóka Þvergil er hægt að hafa samband við skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 eða hjá skálavörðum í Básum. Athugið að aðeins einn hópur getur bókað svæðið hverju sinni.