Athugið að vegna sóttvarnarlaga er hámark 500 gestir á tjaldsvæðinu í Básum og því er nauðsynlegt að bóka tjaldgistingu fyrirfram, annars er hætta á að tjaldsvæðið sé fullt og að við verðum að vísa fólki frá. Tjaldstæði skal bóka á skrifstofu Útivistar eða hjá skálavörðum eftir lokun skrifstofu. Almennt skal virða 2ja metra regluna um nándarmörk. Hafa skal að lágmarki 4 metra á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera eða húsbíla. Undantekning á því er ef um er að ræða fjölskyldur og hópa þar sem mikið samneyti er á milli einstaklinga.
Sýnum öðrum gestum tillitsemi, virðum nándarmörk og höfum ekki háreysti eftir miðnætti. Rafmagnstæki til tónlistarflutnings á ekki heima á fjölskylduvænum tjaldsvæðum.