Þriðjudaginn 22. október kl. 21 býður Útivist félagsmönnum sínum upp á fræðslu um þær hreyfingar sem eru að eiga sér stað við Tungnakvíslajökul. Fyrirlesari verður Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur.
Tungnakvíslarjökli fellur úr vestanverðum Mýrdalsjökli inn af Básum. Þar uppgötvaðist nýverið, við samanburð eldri og yngri loftmynda, að umfangsmikil aflögun hefur orðið á hlíðinni norðan hans á undanförnum áratugum og stendur enn. Á sama stað hafa um nokkurra ára skeið mælst djúpir jarðskjálftar, og er samhengi þessara þátta ansi forvitnilegt.
Fræðslukvöldið verður í sal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla) og hefst kl. 21.