Ferðaáætlun og kynningarblað Útivistar 2019 kemur út mánudaginn 17. desember. Við birtum núna áætlunina í nýju formi með útgáfu á fallegu blaði.
Af því tilefni höldum við útgáfuhóf í sal Garðyrkjufélags Íslands Síðumúla 1 (horni Síðumúla og Ármúla) þann sama dag kl. 17-19. Ath. mánudag kl. 17.
Þar verða glóðvolg eintök af áætluninni sem gestir geta gripið með sér. Einnig verður boðið upp á jólalegar veitingar.
Auk þess koma Páll Stefánsson og Gunnsteinn Ólafsson til okkar og kynna bókina Hjarta Íslands. Bókina verður hægt að kaupa á sérstöku kynningartilboði.
Allir velkomnir. Komið og náið ykkur í eintak, tilvalið að byrja að spá í komandi ferðaár.