Fyrirtækið Hallas ehf sem er í eigu Hallfríðar Eysteinsdóttur hefur fært Útivist að gjöf sjúkrabörur sem hún hefur verið að hanna og þróa. Börurnar eru einstaklega hentugar á fjöllum og utan alfaraleiða, enda þróaðar sérstaklega með það í huga. Þær eru léttar og fyrirferðalitlar og jafnvel hægt að stinga þeim ofan í bakpoka eða setja þær beint á bakið. Þær eru því tilvaldar til að hafa í fjallaskálum, trússbílum eða öðrum stöðum þar sem þær eru aðgengilegar gönguhópum.
Útivist þakkar Hallfríði kærlega fyrir gjöfina. Jafnframt hefur Útivist fest kaup á einum börum og ekki ólíklegt að þeim verði fjölgað síðar.