Afmælishátíð Útivistar í Básum – eigin bíll -Tjald

Dags:

fös. 20. jún. 2025 - sun. 22. jún. 2025

Brottför:

Eigin bílar

  • Tjald

Þegar haldið er upp á stórafmæli er við hæfi að slá upp veislu og bjóða heim. Fyrir okkur í Útivist er enginn staður sem hentar betur en svæðið okkar fallega í Básum á Goðalandi. Þar hefur Útivist efnt til gönguferða og fagnaðar um Jónsmessu árum saman og nú stendur mikið til.

Farið er á eigin bílum inn í Bása þar sem vel er tekið á moti ykkur af starfsmönnum Bása. Ef menn vilja vera í samfloti með rútunni fer hún frá Nauthúsagili um kl 20:00

Gist er í eigin tjöldum.

Á laugardeginum boðið upp á dagsgöngur í Básum við allra hæfi, bæði stuttar og fjölskylduvænar, sem og  lengri ferðir. M.a. verður boðið upp á skutl að Gígjökli og að ganga með lokaáfanga raðgöngunnar ´Að heiman og heim´ aftur til baka heim í Bása.

Á laugardagskvöldinu tekur svo margrómuð Útivistargleðin völdin þegar allir hittast, slegið er upp afmælisgrillveislu og varðeldi. 

Ef pantað er fyrir 1. apríl er 15% afsláttur. Verð fyrir félagsmenn verður þá 11.900,- Innifalið er tjaldgisting, fararstjórn og grillveislan. 

Verð 21.250 kr.
Félagsverð 11.900 kr.

Nr.

2506H01E
  • Suðurland