Dags:
lau. 27. sep. 2025
Brottför:
Hist kl 9:00 á upphafsstað
Hafnarfjall er bæjarfjall Borgnesinga líkt og Esjan er bæjarfjall höfuðborgarbúa. Á Hafnarfjall eru margar gönguleiðir þó svo að flestir kjósi að ganga eftir hryggnum sem liggur samsíða þjóðveginum. Nú verður farin sérlega spennandi leið upp Klausturtunguhól og um þrönga geil í hamrabeltinu. Síðan verða tindar fjallsins þræddir í vesturátt á hæsta tindinn, Gildalshnúk og svo niður hrygginn norðan við að upphafstað aftur. Vegalengd 9 km. Hækkun 1000 m. Göngutími 5-6 klst.
Hist við bílastæðið við rætur fjallsins andspænir Borgarnesi kl 9:00
Fararstjóri Björgólfur Thorsteinsson