Hengilshreysti

Dags:

sun. 27. apr. 2025 - mán. 19. maí 2025

Brottför:

Farið á eigin bílum

Hengilshreysti

Hengilshreysti er lokaður gönguhópur fyrir vant göngufólk. Gengnar verða fjölbreyttar leiðir á Hengilssvæðinu og í nágrenni Nesjavalla. Hengilssvæðið er einstaklega fallegt og fjölbreytt svæði og gaman að ganga þar um. Hengilshreysti er fimm vikna gönguprógram og verða göngurnar sex, fjórar kvöldferðir og tvær dagsferðir. Fyrsta ferðin verður síðustu helgina í apríl. Erfiðleikastig er 2 skór og munu alltaf tveir fararstjórar vera með hópnum. Þátttakendur fara á eigin bílum.

Gönguleiðir með vara um veður og færð. Vegalengdir geta breyst:

27 apríl - sunnudagur - Dagsferð – Dyradalur – Marardalur – Engidalur – Húsmúli. 16-18km
30. apríl – miðvikudagur - Kvöldferð – Sporhelludalir með tvisti 6-7km
5. maí – mánudagur - Kvöldferð – Á eða í kringum Skarðsmýrarfjall 10km
11. maí – sunnudagur - Dagsferð – Dyrafjöll - Botnadalur, Nesjahraun 19-21km
14. maí – miðvikudagur - Kvöldferð – Litla Sandfell frá Efri Grafningsvegi 6-7km
19. maí – mánudagur - Kvöldferð – Dyradalur – Háhryggur 7-8km

Verð 43.000 kr.
Félagsverð 32.000 kr.

Nr.

2504HH01
  • Suðvesturland