Dags:
þri. 5. ágú. 2025 - fim. 7. ágú. 2025
Brottför:
Landmannalaugar – Strútur - afmælisferð
Tjaldferð með allt á bakinu frá Landmannalaugum í Strút um Grænahrygg, Hattver, Muggudal og Hólmsárbotna í Strútslaug og þaðan í Strút. Þar er sameinast gönguferð um Eldgjá og grillað að hætti Útivistar.
- ágúst
Farið kl. 7. með rútu úr Reykjavík í Landmannalaugar þar sem gangan hefst. Haldið inn í Hattver þar sem gist verður í eigin tjöldum. Tilvalið að ganga að Grænahrygg ef tími er til. Gönguvegalengd um 16km.
- ágúst
Gengið um Muggudal að Hólmsárbotnum og í Strútslaug þar sem tilvalið er að skola vel af sér ferðarykið. Svo göngum við í skála Útivistar í Strút þar sem við hittum fyrir aðra ferðalanga í afmælisferð um Eldgjá og höldum vel upp á afmæli Útivistar. Gönguvegalengd um 15 km
- ágúst
Rútan tekin í bæinn eftir hádegi. Tækifæri gefst til að ganga með Eldgjárhópnum syðsta hluta Eldgjár um Háöldu í Öldufell fyrir brottför.
Fararstjóri: Páll Arnarson
Verð 81.000 kr.
Félagsverð 67.000 kr.