Dags:
lau. 21. jún. 2025
Brottför:
Að heiman og heim – afmælisraðganga
Tíundi og lokaleggur: Frá Gígjökli í Bása
Lokaáfangi raðgöngunnar frá Reykjavík í Bása. Nú er gengið frá Gígjökli í Bása. Það er afmælishátíð Útivistar í Básum um þessa helgi og verður þeim sem vilja koma í ferðina úr Básum skutlað að Gígjökli. ÞÞað ræðst eftir aðstæðum hvort fólksbílafært verður fyrir aðra að Gígjökli en annars verður fólk sótt að Fremri Akstaðaá og skutlað til baka eftir göngu.
Hjarta Útivistar slær í Básum á Goðalandi í Þórsmörk. Útivist byggði fyrsta skála sinn þar um 1980 og hafa félagar átt þar ófáar gleðistundir við leiki og störf. Árið 1990 var farin raðganga frá Reykjavík í Bása sem enn er í minnum höfð. Og nú á 50 ára afmæli Útivistar ætlum við að endurtaka leikinn. Áfangarnir eru tíu. Við hefjum leik í janúar og síðasta gangan endar í Básum á afmælishátíð félagsins 21. júní. Fyrirkomulagið verður þannig að farið verður á eigin bílum og safnast saman við endastöð göngunnar. Sameinast í bíla og ekið að upphafsstað. Verði er haldið í algjöru lágmarki og vonum við að sem flestir gangi með okkur að hluta eða alla leið. Leiðarlýsing og áfangar miðast við aðstæður og geta breyst.
Verð 7.000 kr.
Félagsverð 4.500 kr.