Dags:
fös. 19. sep. 2025 - sun. 21. sep. 2025
Tími:
Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu.
Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.
Fararstjóri: Skúli Skúlason
|
Lítið. Harðfenni, dregið í skafla á stöku stað. Þéttur og þjappaður snjór.
|
|
Meðal. Þéttur snjór, lítið um púðursnjó eða erfiða skafla, nokkuð um skarir.
|
|
Mikið. Jöklar, og nýfallinn djúpur snjór.
|
|
Mjög mikið. Langar dagleiðir, þungur snjór og/eða púðursnjór.
|
Verð 31.000 kr.
Félagsverð 29.000 kr.