Tindfjöll - Hungurfit

Dags:

lau. 19. júl. 2025 - þri. 22. júl. 2025

Brottför:

  • Skáli

Tindfjöll - Hungurfit

Skemmtileg blanda af bækistöðvarferð og göngu yfir Tindfjallajökul.

Í þessari ferð er farið í Tindfjöll. Dvalið er tvær nætur í skála Útivistar, Tindfjallaseli og stundaðar fjallgöngur. Svo er gengið yfir Tindfjallajökul og Ásgrindur og niður í Hungurfit þar sem gist er síðustu nóttina. Þessi ferð er nokkuð krefjandi og þurfa göngumenn að vera í góðu formi.
Farið er á eigin bílum í Fljótshlíð. Ferðin er trússuð.

Ferðatilhögun:

19 júlí:
Hist kl 9:00 við innsta bæ í Fljótshlíð. Trússbíll tekur farangurinn og svo er gengið upp með Marðará upp í skála Útivistar, Tindjallasel þar sem við komum okkur fyrir. Seinni partinn verður gengið á fjöllin í kringum skálann, Vörðufell og Bláfell.
Ganga í Tindfjallasel: Hækkun 550m  Vegalengd 6-7km
Ganga seinni partinn:  , Hækkun 500-600m

  1. júlí:Vegalengd 10 km
    Nú er haldið á hærri fjöll sem ramma sunnanverðan Tindfjallajökul, farið upp í Austurbrúnir við Austurdal og svo eftir endilöngum Saxa 1308m, niður af honum á jökulinn, farið yfir Búra 1237m og svo klöngrast á Hornklofa sem er 1250m. Haldið til baka niður skarð milli Hornklofa og Búra og niður með Gráfelli og sunnan Bláfells í Tindjallasel. Þennan dag er nokkurt brölt og dagurinn hentar ekki fyrir lofthrædda. Þarna þarf jöklabúnaður að vera með í för.
    Vegalengd 16-18km, hækkun uþb 1000 -1100m

  2. júlí
    Þennan dag er gengið yfir Tindfjallajökul og í Hungurfit. Haldið upp Skíðadal og á Tindfjallajökul um Búraskarð. Ef veður er gott förum við á Ými sem er hæsti tindur jökulsins. Svo er haldið yfir Ásgrindur og Sindra og niður hlíðar og hryggi norðan megin niður í Hungurfit þar sem við gistum. Farangurinn er trússaður á milli skála. Þessi dagur er langur og krefst jöklabúnaðar.
    Vegalengd: 16 – 20km, hækkun uþb 1000m – 1250m eftir leið

  3. júlí.
    Rúta sækir okkur og kemur okkur til baka í Fljótshlíð þar sem við skildum bílana eftir.

Þar sem farið er um frekar há fjöll og jökul getur ferðatilhögun breyst eftir aðstæðum.

Verð 125.000 kr.
Félagsverð 110.000 kr.

Nr.

2507L11