Afmælisganga á Keili

Dags:

lau. 22. mar. 2025

Brottför:

Með rútu frá Mjódd kl. 9

Afmælisganga á Keili

Fyrsta gönguferð Útivistar eftir stofnun félagsins var á Keili. Á hverju ári síðan þá hefur verið farin afmælisferð á fjallið. Farið er frá Höskuldarvöllum yfir hraunið að fjallinu. Og nú þegar haldið er upp á 50 ára afmæli Útivistar höldum við að sjálfsögðu í hefðina og bjóðum upp á köku og kakó fyrir þátttakendur. Við verðum með varaplan ef aðstæður á Reykjanesi eða veður krefjast þess og förum þá á annað fjall eða á sunnudegi. Farið með rútu kl 9. frá Mjódd.

Vegalengd 8 km. Hækkun 200 m. Göngutími 4 klst.

Verð 12.400 kr.
Félagsverð 9.400 kr.

Nr.

2503D02
  • Suðvesturland