Dags:
fös. 4. apr. 2025 - sun. 6. apr. 2025
Brottför:
Brottför: kl. 18.00 frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum.
Vatnajökull heillar alltaf og ef vorið verður kalt og hagstætt þá er um að gera að nota tækifærið. Ekið frá Hrauneyjum í mildri vorbirtunni sem leið liggur í hinn frábæra skála Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheimum. Snemma á laugardagsmorgun tökum við glímuna við jökulinn og stímum að Grímsfjalli með viðkomu á Pálsfjalli. Gufubaðið og grillið tekið af fullri alvöru. Eftir indælan nætursvefn í einum mest sjarmerandi skála á Íslandi, verður lagt af stað í morgunroðanum áleiðis heim. Hamarinn og fleiri áhugaverðir staðir teknir á leiðinni, allt eftir því hvað veður leyfir.
Farastjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson
Verð 35.000 kr.
Félagsverð 33.000 kr.