Dags:
lau. 21. des. 2024
Brottför:
Strandganga í fjórum áföngum frá Mógilsá að Gróttu
Ferð 3: Geldinganeseiði - Skarfabakki, gönguvegalengd um 10 km
Þriðji göngudagur í þriðja kvartili, 21.desember, kl. 9.30 - 14 (gangan sjálf hefst kl.10) Sólstöður
Komið er á eigin bílum og þátttakendur sjá um að selflytja bílstjóra milli upphafs- og lokastaðar hverrar göngu. Sagt frá ýmsu sem fyrir augu ber á leiðinni, náttúrunni, sögum, þjóðsögum sem tengjast svæðunum og goðsögum sem tengjast þessum árshluta.
Mæting kl. 9.30 á endastöð göngunnar og sameinast í bíla sem keyra að upphafsstað göngunnar.
Frá Geldinganeseiði er gengið á stígum eins og leið liggur með ströndinni meðfram Eiðsvík, framhjá Gufunesi, inn Elliðavog og yfir brýr á Grafarvogi og Elliðaám. Um Vatnabakka að Skarfabakka og að vitanum við Skarfagarða.
Eftir gönguna og léttar teygjur heldur hver sína leið nema þau sem skutlast með bílstjóra að upphafsstað göngunnar. Því er lokið um eða fyrir kl.14.
Fararstjóri: Hrönn Baldursdóttir
Birting 10.03
Sólarupprás 11.22
Sólarlag 15.30
Myrkur 16.49
Háfjara 16.52
Flóð 10.31
Verð 6.500 kr.
Félagsverð 4.500 kr.