Bóka gistingu
Gagnlegar upplýsingar
|
Áhugaverðir staðir í nágrenni
|
- GPS-hnit N63°40,559 / V19°29,014
- Símanúmer hjá skálaverði: 692-6131
- Ekki þarf að panta tjaldgistingu í Básum, nægjanlegt er að koma og skrá sig og greiða við komu í Bása
- Varðandi færð bendum við á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar, 1777
Skálar
Gistipláss í skálum eru 75 talsins
Skála skal rýma fyrir kl. 11 á brottfarardegi.
Innskráning á komudegi er eftir kl. 14.
Gashellur til eldunar
Eldunaráhöld og borðbúnaður
Grill
Salerni yfir sumartímann, þurrklósett að vetri.
Sturtur (verð 500 kr.) yfir sumartímann
Hleðsla farsíma (500 kr) hjá skálaverði möguleg
Verð á gistingu í skála:
Almennt verð 11.600 kr. Fyrir félagsmenn í Útivist 6.600 kr. Börn yngri en 18 ára fá 50% afslátt af verði foreldris en börn 6 ára og yngri gista frítt.
Gistináttaskattur kr. 600 + VSK leggst einnig árið 2024 á hverja gistieiningu.
Tjaldsvæði
- Tjaldsvæði við skála
- Salerni yfir sumartímann
- Sturtur (verð 500 kr.) yfir sumartímann
- Grill
- Aðstöðugjald tjaldgesta:
Almennt verð 2.200 kr. Börn 0 - 12 ára fá frítt í tjald. Félagsmenn í Útivist og börn þeirra fá 50% afslátt af tjaldgistingu.
Gistináttaskattur kr. 300 + VSK leggst einnig árið 2024 á hvert tjald.
Aðstöðugjald part úr degi
- 500 kr/mann fyrir aðgang að salernum
- 2.500 kr að auki fyrir bókun á viðveruhúsi
Kostnaðarliðir að baki aðstöðugjalds eru eftirfarandi:Þrif salerna og umhverfis, sorplosun og umhirðu sorps, losun rotþróa og tengdur kostnaður, viðhald salernisaðstöðu, úrbætur á aðstöðu og aðgengi í nærumhverfi og innheimtu- og þjónustukostnað.
|
- Gosstöðvar á Fimmvörðuhálsi
- Eyjafjallajökull
- Mýrdalsjökull
- Þórsmörk
- Útigönguhöfði
|
Lýsing
Árið 1980 hóf Útivist uppbyggingu aðstöðunnar í Básum á Goðalandi (Þórsmörk). Aðstaða á tjaldsvæðum var útbúin fyrst en næstu árin á eftir voru skálarnir tveir byggðir. Gönguleiðir við allra hæfi er að finna í nágrenni Bása; Básahringurinn er fær fyrir bæði stóra og smáa fætur, fallegt útsýni er af Réttarfelli, Útigönguhöfði er góður fyrir þá sem vilja dálítið erfiði og Hvannárgilið er sem ævintýraveröld. Gott göngukort er til sölu hjá skálaverði í Básum og á skrifstofu Útivistar. Útivist getur boðið gönguhópum upp á leiðsögn og fararstjórn um nágrenni Bása til lengri eða skemmri ferða.
Þegar ekið er í Bása er beygt út af þjóðvegi 1 rétt austan Markarfljóts inn á veg 249 sem breytist við Stóru-Mörk í F249 Þórsmerkurveg. Þeim vegarslóða er fylgt inn fyrir Álfakirkju og inn að Básum. Á þessari leið er yfir nokkrar jökulár að fara og er aðeins fært jeppum og stærri bílum. Í vatnavöxtum geta árnar orðið varasamar og er þá rétt að afla sér upplýsinga hjá kunnugum áður en haldið er af stað.
Hér má sjá myndband úr Básum og af náttúrunni í kring.
GÓÐ AÐSTAÐA FYRIR HREYFIHAMLAÐA Í BÁSUM
Vorið (2018) var unnið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða í Básum. Settir voru fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð.
Á heimasíðu MS félagsins er fjallað um aðstöðuna og þá dásemd sem Básar bjóða upp á: Umfjöllun MS félagsins
Efni tengt Básum
Veðrið í Básum
Útivist í Básum
Skáli byggður í Básum
Básalækurinn virkjaður
Leiðarlýsing inn á Goðaland
Þjóðsögur og sagnir